Print Print

HERKÓLÚBUS EÐA RAUÐ REIKISTJARNA
V.M. Rabolú (1926-2000)

„Það var mér mikil fórn að semja þetta rit, þar sem ég lá rúmfastur og gat hvorki staðið í fæturna né sest upp. En með því ég sá nauðsyn þess að vara Mannkyn við yf­ir­vof­­andi eyðileggingu heimsins lagði ég á mig þetta erfiði.“

„Herkólúbus eða Rauð Reiki­stjarna er fimm eða sex sinnum stærri en Júpíter. Hún er tröllvaxin og ekkert fær stöðvað hana né beint henni á nýja braut.“

„Vísindamenn og gervallur heimurinn eru skelfingu slegnir, endaþótt eyðingin sé ekki ennþá hafin, en guðsótti er ekki fyrir hendi hjá neinum Jarðarbúa. Þeir þykjast vera herrar og valdsmenn heimsins, almáttugir, en nú munu þeir komast að raun um, að vissulega er til Guð­legt Réttlæti sem dæmir okkur af verk­unum.“

„Það eru miklar, mjög djúpar sprungur á hafsbotni, sem eru þegar í snertingu við eld­virkni Jarðar. Þær eru í beinu samhengi við kjarnorkutilraunir sem stundaðar eru af vís­inda­mönn­um og stórveldum sem telja sig vera almáttug. Þau hafa ekki lagt mat á afleiðing­ar ódæðisverkanna, sem þau hafa fram­ið og halda áfram að fremja, jafnt gegn plánetunni og Mannkyninu.“

„Eldvirkni Jarðar er strax farin að sam­tengj­ast vatninu, og þar af leiðir að hvirf­il­bylj­ir hafa byrjað að gera vart við sig. Norð­ur-Ameríkumenn nefna það „El Nino-fyr­ir­bærið“. Það er ekki „El Nino“, heldur sam­teng­ing eldsins í Jörðu við vatnið sem dreif­ist um úthöfin. Af þessum sprungum leiðir, að hafskjálftar, landskjálftar og aðrar skelf­ing­ar munu eiga sér stað á láði og legi. Eng­in strandborg mun komast hjá að verða sóp­að burt, og löndin munu byrja að sökkva í hafið, vegna þess að möndull Jarðar er þegar tekinn að færast til vegna allra tilraunanna sem átt hafa sér stað.“

„Ég hef margsinnis átt saman við geim­ver­ur að sælda. Ég hef meðvitað komið til Venusar og Mars í astral-líkama mínum og get því borið vitni um, hversu stórkostlegir inn­­byggj­arn­­ir eru. Ég á engin orð til að lýsa vís­dómi þeirra, menningu og engilfögru líf­erni.“

„Öll geimskip eru knúin sólarorku. Þau eru gerð af efni sem ekki er til hér og veitir viðnám bæði byssukúlum og öllu öðru. Þau eru heilsteypt, hafa engin samskeyti, rónagla eða bolta, og er stjórnað með stillihnöppum.“

„Sérhver mennsk vera hefur innra með sér Guðdómlegan Neista, sem nefndur er Sál, Búddhata eða Kjarni. Já, hann nefnist ýms­um nöfnum, en í reynd er um að ræða guð­dóm­legan neista, sem hvetur okkur og veitir okkur styrk til að takast á hendur andleg ver­k­efni eins og það sem ég er að kenna. Þessi Kjarni eða Sál er fangelsuð í illsku okkar, brestum eða sálrænu sjálfi, sem gefið er inn­hverfa heitið „Egó“, og eru þess valdandi að Kjarn­inn fær ekki frelsi til að opinberast, því brest­irn­ir hafa yfirhöndina og stjórna vilj­an­um.“

„Með þessari viðleitni við að deyða Egóið, sem ég er að benda á, mun maður öðlast Vísindalegan Hreinleika og læra að elska Mann­kynið. Sá, sem ekki vinnur að því að upp­­lausn annmarkana, getur aldrei öðlast Hrein­leika og ekki heldur fundið til ástar á öðrum, af­ því hann elskar ekki sjálfan sig.“

„Þetta eru Astralheimar eða „Fimmta Vídd­­in“ þar­ sem þungi og fjarlægð eru ekki til og þar­ sem Astral-líkaminn á heima; lík­ami sem er nákvæmlega eins og holdlegi lík­aminn, en er orkuþegi og ferðast með gíf­ur­leg­um hraða, eins og hugsunin, og getur kann­að hvað sem honum þóknast um gerv­allan Alheiminn.“

„Mantra er töfraþula sem leyfir okkur að fara úr lík­am­­an­um og koma í hann aftur með fullri meðvitund.“

Mantra LA RA S
Mantra FA RA ON

„Kæri lesandi: Ég tala mjög skýrt til að þú skiljir þörfina á að koma sér til alvarlegra verka, því hver sá sem vinnur mun sleppa við hættuna. Þetta er ekki skráð til að búa til kenn­ingar eða efna til umræðna, heldur til að þú upp­lifir þá sönnu fræðslu, sem ég læt í té með þessu riti, þar sem ekki er í annað hús að venda.“

Efnisyfirlit
  • Inngangur
  • Herkólúbus eða Rauð Reikistjarna
  • Kjarnorkutilraunirnar og Úthöfin
  • Geimverur
  • Dauðinn
  • Astral Vörpun
  • Lokaorð
Technical specifications
  • 64 pages
  • Dimensions 12,5 × 18 cm
  • Thread sewn
  • Bound with laminated cover
  • Price 7,00 €